8.9.2008 | 21:30
Jæja hvernig er það,.......? :)
Eru engir skemmtilegir pennar á meðal vor?
Ég ætla nú ekki alveg að gefa það uppá bátinn, fékk indication um það um daginn frá ástkærri Ástu að von væri á skemmtilegheitum frá henni og Ingu. Bíð spenntur :) Á meðan ætla ég að halda þessu eitthvað gangandi með fréttum af mér og mínum.
Annars er ekkert stórkostlegt að frétta en jú, alltaf eitthvað. Ég tók uppá því að hefja iðkun á nýju sporti í sumar. Sporti sem ég bjóst nú ekki við fyrirfram að ég myndi fara sjálfviljugur í né heldur að ég myndi svo fíla það í ofanálag. Skellti mér nefnilega í sjósund og ef ég get eitthvað eitt sagt um það, þá segi ég bara, GO FOR IT !! Þvílíkt kikk og ekki neitt annað. Og nú er ég kominn með kolklikkaða hugmynd og hún er sú að næsta sumar þá muni ég synda yfir Reyðarfjörð,.......#$%&&// Búinn að reiknað út að það sé um 1.400 metrar og það verður bara að koma í ljós hvort kallinn getur það eða ekki :)
Nú svo er ég orðinn munaðarlaus því foreldrar mínir fluttust búferlum til Svíþjóðar í gær. Sænska ættin náði loksins hluta af íslenska liðinu til sín.
Annars verð ég að segja ykkur að þessi ferð hjá mér austur í sumar, á árgangsmótið lifir enn ótrúlega góðu lífi í minningunni og ef ég mætti velja, þá væri þetta á hálfsársfresti :)Er bara alveg rosalega ánægður og kátur með þetta árgangsmót sem staðið var fyrir.
En hvað er að frétta af ykkur hinum sem eruð að skoða þessa síðu,....og hafið örugglega frá einhverju að segja ? :)
Kv, Steini
Skoðanakönnun
Tenglar
Mínir tenglar
- Facebook Reyðarfjörður Þetta er reyðfirðingagrúbba á Facebook
- Facebook grúbba 69 árgangs
- Bloggsíða ´68 árgangsins
Af mbl.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 606
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já sæll synda yfir fjörðin ,,, í gamla daga hefði einhver stolið bát til að fara yfir fjörðinn.
Kári (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 22:25
Já, það er rétt og í gamla daga gerði það "einhver". En það væri samt helvíti fínt ef þú værir til í að stela bát og sigla við hliðina á mér,.....svona in case of a killer whale :)
69 árgangurinn á Reyðarfirði, 8.9.2008 kl. 22:40
Það þarf ekki að stela bát björgunarsveitin á þennan fína bát sem er flottur í þetta verkefni, en að öðru fengu allir í bekknum boð um bekkjamótið og vita allir af þessum vef ??? ég legg til að menn kvitti á síðuna til að það sjáist hverjir vita af vefnum.
kári (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 23:10
Sammála, það þarf að vita hverjir vita af þessu. Ég sendi öllum sem ég hafði netfangið á en það voru ekki allir.
Steini (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.