13.9.2008 | 11:12
Sjósund - spennandi
Gaman að heyra um nýjasta sportið hjá þér Steini. Við fjölskyldan höfum verið svolítið á sjó hér í firðinum í sumar og núna í haust. Okkur finnst ekkert sérlega skemmtileg tilhugsun að synda yfir fjörðinn þar sem við höfum verið að fylgjast með hnýsum og hrefnum.
Það er ótrúlega tilkomumikil sjón að sjá hrefnurnar að veiðum. Maður sér síldartorfur efst í yfirborðinu og allt í einu kemur svo hrefnan upp úr til að gleypa ætið. Þegar maður er staddur úti í miðjum firði verður hávaðinn mikill þegar þær skella í sjónum aftur. Hnýsurnar synda allt í kring og hirða leifarnar.
Annars væri gaman að vita af því í tíma ef þú ætlar að láta verða af þessu, hef oft hugsað um þetta líka, en aldrei synt í sjó við Ísland.
Það er svo sem allt gott að frétta, búið að vera gott veður í haust en miklar rigningar undanfarna daga.
Innilegar hamingjuóskir til þess nýgifta á Héraði og til allra afmælisbarna sem við höfum ekki heyrt í .
Kveðja Gústi og Dísa
Skoðanakönnun
Tenglar
Mínir tenglar
- Facebook Reyðarfjörður Þetta er reyðfirðingagrúbba á Facebook
- Facebook grúbba 69 árgangs
- Bloggsíða ´68 árgangsins
Af mbl.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 606
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hrefnur og Hnýsur já,.....hmm, ég held ég láti nú sundið alveg eiga sig meðan síldin er sem mest. Hnýsurnar kannski ekki svo ógnvænlegar en Háhyrningar hafa nú ansi oft fylgt Síldinni svo fyrri hluti sumars hljómar mun betur en sá seinni :)
Frétti reyndar um daginn að á svæðinu sem ég hef verið að synda í fyrir vestan, við Stykkishólm, hafi sést til 6-7 metra langs Hákarls svamlandi þar um :) Reyndar beinhákarl en ég held ég myndi samt ekki vilja mæta slíku kvikindi,..hehe
En já, ég læt þig vita í tíma og þú kemur með :-)
Steini Thorst, 14.9.2008 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.